Þorsteinn Logi heimspekingur

FB færsla frá árinu 2015

Þorsteinn Logi Hinriksson á Menningarnótt 2015.

Við Þorsteinn Logi fórum saman í bæinn að kveldi menningarnætur og komum víða við. M.a. heimsóttum við Ella frænda sem var að spila á Ameríska barnum en við Þorsteinn erum ákaflega lík að því leyti að okkur líður ekki alltof vel í margmenni. Þegar við vorum í bílnum á leiðinni heim sagði ég Þorsteini að líklega hefðu verið um 100.000 manns í bænum þá orðaði hann hlutina eins og þeir eru:

Mér finnst ekki gott að vera með svona mörgu fólki, þegar það er of lítið pláss hægir hjartað mitt á sér og þegar það verður algjör kremja þá stoppar það bara og fer ekki aftur af stað fyrr en ég er kominn úr kremjunni.“

Hann er heimspekingur þessi 7 ára vinur minn!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu