All posts by admin

No one but you

Eins mikið og ég elskaði Freddie Mercury sem söngvara þá er þetta einn af hápunktum Queen að mínu viti. Algjörlega magnað lag þar sem þeir félagar syngja um söknuð sinn eftir að Freddie dó.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Orðin mín

 

Stundum hitta skáldin naglann svo á höfuðið að við hin lútum höfði í þökk, og hlustum.

Orðin mín — Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
Lag og ljóð: Bragi Valdimar Skúlason.

ORÐIN MÍN

Einhvern tímann, ef til vill
og óralangt frá þessum stað
mun ástin hörfa heim til þín
og hjartans dyrum knýja að.
Continue reading Orðin mín

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Spá Dollýjar fyrir árið 2017 komin á vefinn

Dulfríður Jósefína hefur talað

Það verður mynduð ríkisstjórn strax í fyrstu viku ársins, ef hún verður þá ekki bara mynduð núna strax á næstu dögum. Hún verður skipuð þingmönnum frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð og mun Framsóknarflokkurinn standa með þessari ríkisstjórn ef á þarf að halda. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi munu bindast tryggðarböndum og þegar líður á árið mun Framsóknarflokkurinn koma inní ríkisstjórnina í stað Bjartrar framtíðar sem mun koma verulega löskuð út úr þessu samstarfi með þeim Engeyjarfrændum.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Hver þarf samfélagsmiðla þegar við höfum Bensó?

Nýtt ár, 2017, þýðir að það eru liðin 28 ár síðan ég gerðist Hólmari um stund.

Já haustið 1989 mætti ég vestur í Hólm, blaut á bak við eyrun – ætlaði að skrifa eins og eina BA ritgerð í sagnfræði um leið og ég reyndi mig við að leiðbeina 10 ára bekk, 4. bekk. Þar voru snillingar eins og Una Péturs, Bergþór, Röggurnar, Stebbi Sigga Júl og Jóhanna Heiðdal, bara svo minnst sé á nokkra. En svo kom á daginn að ég átti hreint ekki bara að kenna þessum snillingum, nei unglingarnir biðu mín líka Ragna Freyja, tvíburarnir Hafþór og Sævar, Þorgeir Ingiberg, Finnur Sig og Þórey Thorlacius. Þeim átti ég að kenna sitt lítið af hvoru, m.a. dönsku – og ég sem hélt að Hólmarar myndu vera góðir við mig! Hvernig átti ég á 26. aldursári að geta fetað í fótspor goðsagnar eins og Stellu dönskukennara?

Continue reading Hver þarf samfélagsmiðla þegar við höfum Bensó?

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Í minningu vinar – Friðjón Fannar Hermannsson

Í hverfulleika lífsins, hvergi finn ég skjól
hamingjan er ekki öllum gefin.
Því hugsa ég um ljósið er leggst ég í mitt ból
hvort lýsi það að morgni, þar er efinn.

Í dag fékk ég fréttir af óvæntu fráfalli vinar míns Friðjóns Fannars Hermannssonar. Hann var einn af strákunum mínum í Ekkó. Fjörmikill drengur, stuttur í annan endann en þeir voru svo sem fleiri þannig í þessum hópi. Hjálpsamur var hann og duglegur, enda skáti og félagsmálatröll hið mesta. Strax þarna, þegar hann er 13-15 ára gamall var ljóst að hann yrði, er hann yxi úr grasi, drengur góður eins og sagt er í Íslendingasögunum.

Friðjón var alltaf kankvís við gamla leiðbeinandann sinn úr Ekkó og Þinghól. Við hittumst gjarnan á vellinum, eitilharðir Blikar bæði tvö, og þó það liðu mánuðir og jafnvel ár var alltaf stutt í brosið, knúsið og krafturinn sá sami og í Ekkó forðum.

Friðjón er einn þeirra sem skilur eftir sig margar góðar og ljúfar minningar. Hans verður sárt saknað.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Persónukjör

Ekki man ég eftir því að hafa verið í jafnmiklum erfiðleikum með að finna mér stað á hinu pólitíska litrófi eins og fyrir þessar kosningar. Samt er ég búin að setja niður lista þar sem ég tel upp nokkur þau atriði sem ég legg áherslu á í þessum kosningum:

  1. Landspítali við Hringbraut strax
  2. Úrbætur í húsnæðismálum, lifandi leigumarkaður
  3. Sanngjörn renta af auðlindunum
  4. Böndum komið á ferðamannaiðnaðinn
  5. Úrbætur í öldrunarmálum, mannsæmandi framkoma við eldri borgara
  6. Hófleg stefna í innflytjendamálum þar sem áhersla er á mannúð
  7. Rætt verði af alvöru um gjaldeyrismál og íslensku krónuna
  8. Kosið um aðildarviðræður við ESB

Sjálfsagt eru fleiri atriði sem ég gæti talið upp hér en eitt nefni ég þó sem mér finnst að eigi klárlega að vera framarlega á listanum góða og það er að kosningalöggjöfinni verði breytt í átt að persónukjöri. Ég er sannfærð um að margir kjósendur eru í sama vanda og ég, veit ekki alveg hvaða lista það á að kjósa því bæði eru ekki öll stefnumál flokksins manni að skapi og svo leynast þar einstaklingar sem ekki hafa nægilega skemmtilegan og góðan kjörþokka (kurteislega orðað – þú mátt nota hvaða orð sem þú vilt en ég treysti því að þú vitir hvað ég á við).

Það eru 11 listar í framboði – ellefu (eða eru þeir tólf?)!

Sumir geta ekki kosið A listann því þar er Páll Valur í framboði, aðrir geta ekki kosið B því þeir vilja að Willum þjálfi KR, C listinn er ómögulegur því Óttarr er pönkari og svo framvegis. Allir sínar hafa ástæður og eiga til þess fullan rétt. En það eru líka sumir sem vill helst kjósa þessa þrjá einstaklinga því þeir treysta þeim best allra, en geta það ekki því þeir eru ekki í “réttum” flokki.

Ég vildi gjarnan geta raðað saman því fólki sem ég treysti best til að stýra þjóðarskútunni og þér að segja þá er ég í þessum vandræðum vegna þess að á flestum listum eru einstalingar sem ég ber ekki fullt traust til.

Ég vil geta kosið fólk sem mér finnst deila skoðunum með mér sama hvar í flokki það stendur. Hver og einn stjórnmálamaður á að vera bundinn af sinni eigin sannfæringu en ekki festur á klafa flokksins. Ég er sannfærð um að ef tekið verði upp persónukjör þá muni stjórn landsins verða mun betri en áður. Persónukjör verður til þess að stjórnmálamennirnir okkar muni vanda sig meira, bæði innan þings og utan.

Þeirra eigin heiður er að veði.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu