Krydd hrísgrjón

  • Basmati hrísgrjón (500 gr.)
  • Laukur (smátt skorinn)
  • Smjör (væn klípa)
  • 8 cloves (negulnaglar)
  • 4 kardimommur
  • 1 kanilstöng
  • 2 lárviðarlauf
  • Saffran þræðir
  • 650 ml heitt kjúklingasoð

Þvo hrísgrjónin vel í köldu vatni og leyfa þeim að liggja í vatni í um 30 mínútur.

Steikja laukinn í smjöri í um 5 mínútur þar til mjúkur. Bæta við kryddinu, saffran og lárviðarlaufi í nokkrar mínútur enn. Setja hrísgrjónin útí og hræra þar til þau eru böðuð í smjörinu áður en heitu soðinu er bætt í ásamt smá salti.

Sjóða með lokið á, lækka hitann og láta sjóða í um 10 mínútur þá er slökkt undir en potturinn skilinn eftir á heitri plötunni. Ekki taka pottinn af fyrr en 5 mínútum áður en bera á hrísgrjónin fram.

 

http://www.bbc.co.uk/food/recipes/fragrantpilaurice_67870

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu