Stundum verður mönnum á

Sveinn Ingi Lýðsson er ágætur kunningi minn.

Hann er mætur maður og eftir því sem ég kemst næst heiðarlegur, ærlegur og skarpgreindur. „En stundum verður mönnum á og styrka hönd þeir þurfa þá.“ Þess vegna langar mig að leiða Svein Inga af villu sín vegar og aftur að staðreyndunum í þjóðarsálinni.

Við þráttuðum um það um daginn hvort það gæti talist eðililegt að útgerðarmenn af Vestfjörðum flyttu lögheimili sitt úr landi, tilkynntu sambúðarslit til Þjóðskrár, til þess eins að greiða ekki keisaranum það sem keisaranum ber. Mér finnst þetta siðlaust og vont, Sveini Inga finnst þetta eðlilegt enda sé ríkisstjórnin komin út yfir öll velsmæismörk hvað varðar skattlagningu.

Gott og vel, við getum verið sammála um það að skattlagning er orðin gríðarleg og ég tek undir með Sveini Inga um að draga mætti verulega úr skattlagningu. En það gefur ekki mönnum á ofurlaunum, sem sækja alla sína þjónustu til þessa samfélags sem við Sveinn Ingi byggjum, rétt til þess að ljúga sig út úr hjónabandi, flytja lögheimili sitt úr landi og sleppa þannig við að greiða sinn hluta til samfélagsins. Það gefur þeim ekki þann rétt.

Það er óvíst að Sveinn Ingi viti að ég bý ekki á fjölmennu heimili, bý reyndar ein og á ekki einu sinni kött. Það er dýrt að halda úti heimili af þessari stærð og þegar álögurnar leggjast þyngra á tekjurnar verður það enn erfiðara. Samt hefur ekki hvarflað að mér að flýja land eða stinga undan skatti því sem ég afla. Sveinn Ingi spurði mig reyndar að því hvort ég hefði aldrei keypt svarta vinnu, ég svaraði því neitandi (sem er þó ekki alveg sannleikanum samkvæmt). Enda hefur sú sviksemi ekki verið á þeim skala sem ónefndir útgerðarmenn virðast stunda.

Mér finnst nefnilega ólíku saman að jafna hvort ég borgi iðnaðarmanni nokkra  þúsundkalla fyrir viðvik á heimili mínu eða hvort menn færi milljónir eða milljónatugi tekna undan skatti, til þess eins að þurfa ekki að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Og áttið ykkur á því að þar er um að ræða skólagöngu barna þessara sömu útgerðarmanna, þar er um að ræða uppbyggingu vegakerfis til og frá heimili þessara sömu útgerðarmanna, já jafnvel um að ræða grasslátt og umhirðu umhverfis þeirra barna sem þessir útgerðarmenns sannarlega eiga og breytir mig engu hvort þeir eigi heima í Kópavogi, á Vestfjörðum, Snæfellsnesi eða Vestmannaeyjum.

Þessir sömu menn telja það nefnilega, með framferði sínu, að ég og Sveinn Ingi eigum að greiða fyrir skólagöngu barnanna þeirra. Þeim finnst að ég og Sveinn Ingi eigum að greiða fyrir uppbyggingu gatnakerfisins svo þeir komist milli staða á jeppunum sínum. Og þeim finnst að við Sveinn Ingi, eða bara einhver annar en þeir sjálfir, eigum að sjá um garðslátt og umhirðu umhverfis í þeim sveitarfélögum þar sem þar sem börnin þeirra og einmanna eiginkonan búa.

Og af hverju eigum við að gera þetta fyrir þessa höfðingja? Jú af því þeir skaffa svo mikið  til þjóðarbúsins!

Heyr á eindemi.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu