Veðurlimrur

Stefán Gíslason í Borgarnesi sendi limru í Borgartúnið.

Rokið syngur við raust.
Svo rignir hann endalaust.
En ég græt þetta síst,
því ég veit fyrir víst
að vorið kemur í haust.

Ég svaraði um hæl

Þó úti hann rigni og rigni
og rennvot ég hjartað mitt signi
ég stend‘uppá hól
og grátbið um sól
og að helvítis rokinu lygni.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu