Heilsubætandi matvæli og krydd

Hér ætla ég að safna saman upplýsingum sem ég hef viðað að mér héðan og þaðan um heilsubætandi matvæli og krydd.

Basilika

 

Bláber

Bláber eru full af andoxunarefnum sem vinna á móti hrörnun líkamans og einnig hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að bláber geta fyrirbyggt ristilkrabbamein. Bláber eru líka holl hjartanu þar sem þau vinna á slæma kólesterólinu og þau gagnast einnig við þvagfærasýkingum. Bláberin eru holl meltingunni þar sem þau bæði verka á niðurgang og harðlífi. Þau minnka einnig bólgur í meltingarvegi og vinna gegn bakteríusýkingum.

Bláberin innihalda meira af andoxunarefnum, þeim mun dekkri sem þau eru og ættu því aðalbláberin að vera enn hollari en þau venjulegu.

Best eru auðvitað berin fersk, en þau geymast líka vel fryst. Gott er að lausfrysta þau fyrst, þannig að þau klessist ekki saman. Best er að dreifa þeim á bökunarplötu sem sett er í frystinn og svo þegar berin eru frosin er þeim pakkað í frystipoka eða önnur ílát. Upplagt er að nota frosnu berin yfir veturinn, útí jógúrt eða í bakstur. Einnig er um að gera að sulta úr frosnum berjum.

Engifer

Þær eru líklega fáar jurtirnar sem hafa fengið eins mikla rannsókn á eiginleikum sínum og engifer. Þessi kínverska jurt hefur verið notuð til lækninga í þessu forna ríki frá upphafi tíma (ok – skáldskapur í mér og þér er óhætt að draga þetta í efa) og á síðari árum hafa vesturlandabúar tekið jurtina upp á sína arma.

Helstu kostir engifers að margra mati eru:

 • Engifer hefur róandi áhrif á magann og getur dregið úr ógleði og ýmsum magakvillum
 • Engifer er gott gegn særindum í hálsi og hósta
 • Engifer þykir gott gegn allskyns sýkingum
 • Engifer hefur verið notað gegn allskyns ofnæmi
 • Engifer dregur úr bólgum og er vatnslosandi
 • Engifer eykur upptöku prótíns úr fæðunni og örvar meltingu

Epli

Epli eru góð fyrir heilsuna að mörgu leyti. Á erlendum vefjum má finna ýmiskonar röksemdir fyrir hollustu þeirra og eru margir stórhættulegir og langvarandi sjúkdómar þeirra á meðal. Einnig er sagt að epli séu góð til þess að:

 • Hvítta tennur
 • Minnka kólesteról
 • Koma í veg fyrir gallsteina
 • Laga meltingartruflanir
 • Efla ónæmiskerfið
 • Koma jafnvægi á lifrarstarfsemi

Eplaedik

Ég hef tröllatrú á eplaediki. Eiginmaður frænku minnar, Ómar Swenson, sem býr í Ástralíu var fyrstur til að benda mér á hollustunni sem felst í edikinu og tókst mér á undraskömmum tíma að koma upp litlum klúbbi starfsmanna í vinnunni minni sem fær sér eplaedik til heilsubótar. Ég hef drukkið 1-2 glös af eplaediki daglega í nærri hálft ár núna (skrifað 1. júní 2013) og er sannfærð um að það gerir mér gott.

Eplaedik er best þegar það er unnið úr lífrænum eplum og hefur hratið í sér, það sem á ensku er kallað mother. Ég blanda 1 msk. af ediki í eitt glas af köldu vatni en til að byrja með þá setti ég líka 1/2 tsk af hunangi útí til að draga úr sýrunni af edikinu. Ég er hætt því núna og finnst drykkurinn góður án hunangsins.

Meðal þess sem eplaedik á að gera fyrir mann er:

 • styrkir þarmaflóruna
 • jafnar sýrustig líkamans
 • styrkir ónæmiskerfið
 • hreinsandi og gott fyrir meltinguna
 • lækkar blóðþrýsting
 • minnkar bólgur

Hvítlaukur

Hvítlaukur er ekki aðeins góður til þess að halda vampírunum í burtu hann hefur líka ýmislegt annað sér til gagnsemi.

 • Hann dregur úr kólesteróli
 • Hann mun vera kynörvandi
 • Hann þykir góður til andoxunar
 • Hann vinnur gegn sýkingu

Kanill

Sýnt hefur verið fram á að kanill, sem við flest höfum notað hingað til út á grjónagrautinn okkar, er ákaflega heilsusamlegur og góður gegn allskyns kvillum. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að hann dregur úr blóðsykri og er góður til að herða á efnaskiptum í líkamanum. Einnig segja ýmsar vefsíður að hann sé góður vegna þess að hann:

 • Dregur úr slæmu kólesteróli í blóði
 • Bætir meltingu
 • Dregur úr tíðablæðingum
 • Dregur úr gasmyndun í meltingarvegi
 • Vinnur gegn sveppasýkingu

Kanilinn er hægt að nota út á mat, drekka hann í tei og nota hann í olíum. Forðast skal kanil ef vandamál í blöðruhálskirtli eru til staðar.

Rósmarín

 

Turmeric

er vel þekkt krydd og er mikið notað í austurlenska matreiðslu. Færri vita þó að það er mjög svo heilsubætandi og hefur verið mikið rannsakað fyrir þær sakir. Á vefsíðunni: http://www.myhealthylivingcoach.com eru taldir upp sjö helstu þættir þess að túrmerik er talið svo heilsusamlegt. Þessir þættir eru:

 1. Andoxun
 2. Bólgueyðandi
 3. Hjartastyrkjandi
 4. Vinnur gegn Alzheimers
 5. Verkjastillandi
 6. Gott fyrir húðina
 7. Dregur úr líkum á krabbameini

Þar fyrir utan hef ég fyrir satt að túrmerik sé einstaklega gott til þess að draga úr pirringi og fleiri andlegum ónotum.

Turmeric er eitt af lækningaundrum náttúrunnar. Það sem gerir kryddið svo sérstakt er virka efnið Curcumin. Turmeric hefur verið notað í yfir 2500 ár á Indlandi, þar sem það var í fyrstu notað sem litarefni. Það hefur lengst af verið þekkt fyrir bólgueyðandi eiginleika sína, en nýjar rannsóknir sýna að það er m.a gagnlegt í meðferð gegn krabbameini og Alzheimer sjúkdómnum.

Nokkur atriði sem lýsa frábærum eiginleikum Turmerics:

 • Turmeric er sótthreinsandi og því gagnlegt við sótthreinsun á sárum og brunasárum. Flýtir fyrir að sár grói og hjálpar til við endurnýjun á húð.
 • Turmeric er náttúrulega bólgueyðandi sem er talið virka ekki síður en önnur bólgueyðandi lyf en án þeirra aukaverkana. Talið áhrifaríkt í meðferð á liðagigt.
 • Er náttúrulegur detoxari fyrir lifrina.
 • Er talið geta komið í veg fyrir og hægt á Alzheimer sjúkdómnum.
 • Er náttúrulegt verkjalyf og cox-2 hindrari.
 • Talið hjálpa til við fitu efnaskipti og þyngdarstjórnun.
 • Hefur í áratugi verið notað í Kínverkum lækningum við þunglyndi.
 • Talið hjálpa til við meðferð á psoriasis og öðrum bólgusjúkdómum í húð.
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu