Grafið lambafile
Grafið lambafile
Lambafile, fituhreinsað og snyrt.
Í grafningslöginn eru notuð eftirtalin hráefni, ca. 1 msk. af hverri kryddjurt fyrir hvert file:
- Steinselja
- Basilika
- Kóreander
- Dill
- Balsamic syróp
- Púðursykur
- Salt
- Pipar
Steinselja, basilika, dill og kóreander er saxað smátt og sett í skál.
Púðursykurinn er leystur upp í vel volgu vatni.
Ca. 1 bolli af balsamic syrópi settur útí
Pipar – dash af honum og vel af salti (það þarf að vera VEL af salti)
Þetta er smakkað til og þegar þér líkar bragðið þá er kjötið sett í skálina og velt vel og vandlega uppúr kryddleginum. Gott er að nudda file-ið þannig að lögurinn sitji vel á kjötinu.
Því næst er hverju file vafið þétt inní plastfilmu og lokað vel fyrir.
Kjötið er látið standa inní ísskáp í um það bil sólarhring, lengri tíma þarf eftir því sem file-ið er stærra. Því næst er kjötið sett í frysti. Sama dag og bera á kjötið fram er það tekið út úr frystinum og sneitt meðan það er enn örlítið frost í því, þannig næst að sneiða það í þynnri sneiðar.
Mjög gott er að bera kjötið fram með snittubrauði, sem búið er að pensla með ólífuolíu og rista inní ofni, fíkjukonfit og ferskum bláberjum!