Verndarengill

Yfir mér vakir andlit hlýtt
engill með sægræn augu
hendurnar styðja á öxl mína blítt
vísa mér rétta veginn.

Sá stuðningur hjálpar mér hörkunni í
hemur mitt skap og heldur í skefjum
hugleysi, hatri og heiftúð af því
andinn er horfinn úr höndunum mínum.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu