Töfrar

Það eru töfrar hvernig þú ert
það eru töfrar hvernig þú brosir
það stafar af þér ljómi

-töfraljómi!-

Í augum þínum logar glóð
liðins tíma.
Tíma sem aðeins skuggi myrkursins
þekkir svo vel.

Þar bjuggu álfar
og síðan tröll
svo englar
og djöflar.

En svo fæddist þú
og ljómi þinn
færði okkur
hamingjuna á ný.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu