Tilbrigði við Stein

Í ljósbleikum skugga
við fölan vegg
stendur stúlka
og starir á sæinn.

Hann kemur í kvöld
hann kemur í kvöld
og birtist að lokum
við bæinn.

Hann hefur ferðast
í þúsund ár
um ókunna vegu
svo lengi.

En nú er hann kominn
hann kemur í kvöld
í kvöld er hann kominn
svo lengi

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu