Tilbrigði við Stein II

Á meðan ég stóð
og horfði út
yfir dimmblátt vatnið
flaug tíminn framhjá.

Og í vatninu synti
fagurgrænn fiskur
og hann sagði
við mig.

Hirtu ekki um þau
tíminn og vatnið
eru eilíf
en ekki við

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu