Til Kópavogs

Milli voganna tveggja
hátt til himins
horfir heiminum mót.
Bærinn minn góði

Hér höfum við saman
í fimmtíu ár
tekið skref fyrir skref.
Bærinn minn góði.

Þig mótuðu hendur
vinnandi fólks
með viljann að vopni.
Bærinn minn góði.

Það komu ekki margir
auga á þá kosti
sem skartaðir þú.
Bærinn minn góði.

En tímarnir breytast
og mennirnir með
þú hefur vaxið og dafnað.
Bærinn minn góði.

Þig hylli ég nú
syng þér
lofgjörðarlag.
Bærinn minn góði.

Leiki lánið þig við
lukkan sé þér við hlið
bærinn minn
Bærinn minn góði.

23.02.05

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu