Sumar í nánd

Ég finn sumarið nálgast
það læðist að mér eins og köttur
í kringum heita skál
eða kannski er það
eins og krabbi
sem ætlar að klípa mig í tærnar.

Ég sé á tölvuskjánum mínum
að það er farið að birta
ég finn það í gegnum rúðuna
að það er farið að hlýna
en samt veit ég að vetur konungur
hefur enn öll völd þarna úti.

Þess vegna geymi ég sólgleraugun
ofan í skúffu
og lopapeysan, sem ég fékk að gjöf í vetur
er í daglegri notkun
einn dag skipta þessir hlutir um stað
og þá er komið sumar.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu