Sprengjan

Þeir tóku borgina
og sendu sprengjuna af stað
á meðan konan var heima
að búa um rúmin.

Maðurinn var á leið til vinnu
á meðan sprengjan sprakk
á konunni
sem var heima í rúminu.

Drengurinn varð blindur
þegar hann horfði á sprengjuna springa
stúlkan missti kærastann
daginn fyrir brúðkaupið.

Ég hafði verið heima
en ákvað svo að fara
í bíó og horfa á fólkið deyja
og sveppinn myndast, tignarlegan við sjóndeildarhringinn

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu