Siggi og Elsa 120 ára afmæli

Bróðir minn Siggi er besta skinn
sómamaður eins og fleiri.
Örugglega ég ekki finn
öðling betri á Akureyri.

Þar býr hann með sinni blómarós
bestri allra kvenna.
Hún fær frá mér heljar hrós
hann heppinn var hana að fenna.

Þau fagna saman tugum tólf
í töfraárum talið.
Flykkjast nú allir út á gólf
ættar- og vinavalið.

Ykkur ég góðar óskir sendi
þær allra bestu hér um slóðir.
Happ og hamingja hjá ykkur lendi
ég hylli ykkur Elsa og Siggi bróðir.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu