Limra norður heiðar

 

Eftirfarandi limru sendi knattspyrnudómarinn, ritstjórinn og gamli Kópavogsbúinn Bragi Bergmann á mig fyrir nokkru og bað mig um að koma áleiðis til vinnufélaga míns, Gunnlaugs A. Júlíussonar. Gunnlaugur er sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og er gjarnan að stússast í hinum ýmsu fjármálalegu málefnum.  Limra Braga er svona:

Pyngju að vigta er púl
og peningalyktin er fúl.
En sinna því þarf,
það ærið er starf
sem gegnir hann Gunnlaugur Júl.

Ég brást vitaskuld snöfurmannlega við þess og sendi bæði svar á Braga og framsendi á Gunnlaug með eftirfarandi hætti:

Nú mun ég með sóma og sann
senda á þann heiðursmann
lofgjörð og láð
laust við allt háð
sem ljóðaðir þú á hann.

Ort og sent 19. desember 2004

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu