Hún valdi

Hún horfði út í myrkrið
hrímbláum augum
með hendur í skauti
og beið eftir draugum
liðinna daga og vikna.

Í gær hafði hún vaknað
til lífsins og séð
skærbláar myndir
og líkað svo vel
já, svona átti að lifa og elska.

En nóttin hún leið
svo kom dagurinn brátt
og elskhuginn fór
hann hafði ekki hátt
hverjum átti hún þetta að segja?
(átti hún um ævina’ að þegja?)

Því að ástin var forboðin
hún þoldi ekki ljós
en samt var hún svo falleg
sem nýsprungin rós
hvað átti hún af sér að gera?

Þá fann hún í huga sér
kjarkinn og leit
á augun í speglinum
og í hjarta sér veit
hún mun standa af sér áhlaup og reiði.

Og í dag er hún sátt
við það líf sem hún kaus
hún er sátt við að vera
úr viðjunum laus
hún valdi það líf sem hún þráði

(tileinkað IDM 8. maí 1996)

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu