Hljótt um næturbil

Drottinn horfir
harmi sleginn
sár í augum og hjarta.

Heimur horfir
harmi sleginn
hundleiður, vill hætta.

Hönd mín ritar
harmi slegin
höfuð drúpir, kallar á Guð.

„Hvar ertu núna
halló, halló
er enginn heima,
ertu farinn í stríð?“

Hljótt um nætur bil
berst ekkert svar.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu