Gulli afmæli 2016

Hann er ljómandi góður hann Gulli
gengst ekki við neinu bulli
en fá’ann sér einn
hann verður ei seinn
og verður sá einasti fulli

En þetta er svei ekki satt
ég snarlega á rassinn datt
því Gulli er gull
hann getur ei bull
nú þarf ég að éta minn hatt

Því hann er ljómandi góður hann Gulli
hann gengst ekki við neinu bulli
hann á afmæli í dag
honum sendi ég lag
í brjósti hans slær hjarta úr gulli

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu