Framboð til stjórnar KSÍ

Gylfi Orrason, vinur minn og stórdómari, ákvað fyrir ársþing KSÍ 2009 að bjóða sig fram til stjórnar. Eftir að hafa átt í nokkrum samskiptum við annan knattspyrnudómara, Braga Bergmann, vegna annarra verka sendi Bragi mér eftirfarandi limru.

Framboði Gylfi er í,
eitt skulum við gera í því:
Styðjum og styrkjum
strákinn og virkjum
– og kjósum í stjórn KSÍ

Ég lét ekki mitt eftir liggja og sendi til baka.

Piltarnir pældu í því
pukruðust dæminu í
hvort ættu að kjósa
með lokkana ljósa
dómarann í KSÍ.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu