Fallinn drengur

Dómur féll þá hæst reis dagur
á dreng sem að eitt sinn var.
Ungur nam hann handverk fagurt
hann af öllum öðrum bar.

Þetta er lifandi minning um mann
sem ég eitt sinn þekkti
en nú er hann horfinn, já farinn
ég veit ekki hvert.

Dómur þungt á þrekið fékk
þoldi varla meir og þó
á bláþræði og þrjósku lífið hékk
þar til hann gat ekki meir og dó.

Hvað eiga hinir harmþrungnu að gera
hnipra sig saman og dvelja úti í horni
eða standa á fætur og vel sig bera
taka fagnandi á móti nýjum morgni.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu