Dauðadansinn

Börnin dönsuðu eftir tónlistinni
skóku sig til og frá
í dynjandi takti rokksins.

– En svo datt allt í dúnalogn –

Það kom maður í salinn
vopnaður afsagaðri
44 kalibera haglabyssu.
Og hann byrjaði að skjóta.

– Og enn trylltust börnin –

Þau hlupu til og frá
eftir dynjandi hávaðanum
frá haglabyssunni.

– En svo datt allt í dúnalogn –

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu