Beikon

Beikon allan bætir mat
belginn öll við fyllum.
Ég á mig hef nú étið gat
já étið hef ég vaskafat
aðeins mál’í millum.

Guðjón Bragason henti á mig fyrriparti sem ég botnaði með þremur línum. Kristján Werner Óskarsson sagði mér síðar að þessi kviðlingur væri af ætt fimmhendna. Mér finnst það bara hið besta mál.
Ort – föstudaginn 14. desember 2018

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu