Ástin spyr ekki um stað eða stund

Ástin hún spyr ekk’um stað eða stund
stundum hún læðist svo hljótt á þinn fund.
Takt’enni fagnandi, hún verður þér hlíf
huggar og verndar og auðgar þitt líf.
Hamingjan fylgi þér, hallist þér að
heilsaðu henn’ er hún rennir í hlað.
Og þegar þú hefur því markmiði náð
að eiga í hjarta þér friðsæld og ást.
Þá mundu það bæði í lengd og í bráð
að ástin er einstök, hún aldrei þér brást.

16. júlí 2016

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu