Gulli markvörður

Gulli góði af eiri ber
sem gull af öðrum mönnum.
Er kappinn á við heilan her
af HK-ingum sönnum.

Því hann á kjark og hann á dug
hann safnar ekki ryki.
Grænir eig’hans allan hug
enda er hann Bliki.

Samið um vistaskipti Gunnleifs Gunnleifssonar úr HK í Breiðablik 2012

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu