Breiðablik på banen og fleiri Blikalög

Breiðablik på banen

Pigerne
Hlustaðu

Undir lok síðustu aldar, líklega 1996, voru Pigerne og hétu. Þá alþjóðlegu kántrýskotnu hljómsveit skipuðu Ingibjörg Hinriksdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Sigfríður Sophusdóttir, sem þó nefndust Dollý, Margaretha og Fifi Klein þegar þær tróðu upp á nánast öllum skemmtunum á vegum Breiðabliks.

Þær gáfu út eitt bráðskemmtilegt lag (að eigin sögn) sem var á dönsku og öðrum alþjóðlegum tungumálum eins og nánast allur þeirra skáldskapur. Lagið nefndist Breiðablik på banen. Textinn var ekkert að flækjast fyrir þeim

Komdu ég skal sýna þér,
stelpurnar í Breiðablik.
Þær leggja alltaf hart að sér
og á þeim sérðu aldrei hik.
Vetur sumar vor og haust
við hugsum mest um eitt.
Að Blikar hefji upp sína raust
því getur ekkert breytt.

Breiðablik på banen,
er det ikke klart.
Breiðablik på banen
de er meget smart.
Breiðablik på banen
laver målen snart.
Breiðablik på banen
right here in my heart.

Komdu ég skal sýna þér,
stelpurnar í Breiðablik.
Þær leggja alltaf hart að sér
og á þeim sérðu aldrei hik.
Vetur sumar vor og haust
við hugsum mest um eitt.
Að Blikar hefji upp sína raust
því getur ekkert breytt.

Breiðablik í stuði sérðu ekki það
Breiðablik í stuði slappar aldrei af
Breiðablik í stuði sigrar allt í dag
Breiðablik í stuði á vellinum í dag!

Áfram, áfram Breiðablik (orginallinn)

Ríó Tríó
Hlustaðu

Þetta er orginalinn af Áfram áfram Breiðablik (síðar: Ekkert hangs, ekkert hik) Lagið er á hinni hlið snældunnar sem var gefin út 1991. Lag og texti eftir Matthías Kristiansen. Upptakan fór fram í Studio Gný samhliða upptöku á “Þetta er Breiðablik” lagi Valgarðs Guðjónssonar. Það eru Ríó Tríó mennmennirnir Helga Pétursson og Ólafur Þórðarson sem syngja.

Ekkert hangs, ekkert hik,
þið eigið leikinn Breiðablik.
Ekkert hangs, ekkert hik
tala saman Breiðablik.

Ekkert hangs, ekkert hik,
þið skorið mörkin Breiðablik.
Ekkert hangs, ekkert hik,
áfram, áfram Breiðablik.

Blikarnir úr Kópavogi eru mættir enn
og engum getur dulist hér fara hraustir menn.
Þeir tíma sínum út á velli ekki sóa í þjark,
nei, allir vilja miklu heldur skora sigurmark.

Ekkert hangs, ekkert hik
þið eigið leikinn Breiðablik.
Ekkert hangs, ekkert hik,
áfram, áfram Breiðablik.

Blikar vita að ekkert verður til af sjálfu sér,
sviti, púl og barátta hluti af leiknum er.
Og baráttan er úti á velli og innra með sér háð,
uns að lokum upp er staðið – takmarkinu náð!

Ekkert hangs, ekkert hik,
þið eigið leikinn Breiðablik.
Ekkert hangs, ekkert hik
tala saman Breiðablik.

Ekkert hangs, ekkert hik,
þið skorið mörkin Breiðablik.
Ekkert hangs, ekkert hik,
áfram, áfram Breiðablik.

Blikar blásum til sóknar

Hljómsveitin Buff
Hlustaðu

Blásum til sóknar, berjumst Blikar
hvínandi kraftur sem hvergi hvikar
við stefnum öll að sama marki,
alvarara og gleði í sérhverju sparki
gefumst ekki fyrr en flautað er af!

Breiðablik – Breiðablik, allir á völlinn!
Breiðablik – Breiðablik, stöndum saman!

Sérhver Bliki á velli er hetja
og líka þeir sem að klappa og hvetja
Í merki okkar er sigurlogi – Breiðablik
Við kæru erum í Kópavogi
Stöndum öll upp fyrir Breiðabliki

Breiðablik – Breiðablik, skorið nú mörkin
Breiðablik – Breiðablik, stöndum nú saman

Breiðablik – Breiðablik, skorið öll mörkin!
Breiðablik – Breiðablik, ó já!
Breiðablik – Breiðablik, stefnum á toppinn
Breiðablik – Breiðablik!

Leiðrétting á texta vel þegin á ingibjhin@hotmail.com

Blikar tökum nú bikar

Hera Björk og Villi Goði
Hlustaðu

Hafið þið heyrt um knattspyrnukappa
keppnismenn með glaða lund.
Sem hver í annan stálinu stappa.
sterkir eru á raunastund.

Því að í flokki karla og kvenna
kempurnar standa hlið við hlið.
Þó ýmsir muni tímana tvenna
á toppinn stefna vinningslið.

Blikar tökum nú bikar, raðið þið mörkunum inn
Blikar tökum nú bikar, með öflugu spörkunum inn
Snúast allt mun ykkur í hag, þið eigið leikinn í dag
Blikar tökum nú bikar í meistaraslag.

Þú allt munt sjá að Blikar á bikar
berjast allt til enda nú.
Ef allir gef’allt og enginn hikar
aldrei glatast von og trú.

Því að í flokki karla og kvenna
kempurnar standa hlið við hlið.
Þó ýmsir muni tímana tvenna
á toppinn stefna vinningslið.

Blikar tökum nú bikar, raðið þið mörkunum inn
Blikar tökum nú bikar, með öflugu spörkunum inn
Snúast allt mun ykkur í hag, þið eigið leikinn í dag
Blikar tökum nú bikar í meistaraslag.

Leiðrétting á texta vel þegin á ingibjhin@hotmail.com

Breiðablik

Henny Rasmus /Hendrik og Tómas Rasmus – Hljómsveitin Músakk
Hlustaðu

Breiðablik er besta lið
sem Kópavogur nú á til.
Þau hlaupa á fart
Og skora mark
og þá er sigur vís

Allir koma á völlinn hér
hann er bestur það hver sér.
Breiðablik er okkar lið
það sigrar hér í dag.

Eitt fyrir klúbbinn!

Hr. Hnetusmjör
Hlustaðu

Kóboy!
Sló í gegn eins og karate,
rúll og tjútt ert’a kall á me?
Bærinn og ég það er sam’og sem
og ég man ekki hvernig það að tapa er
Ég – er með keðju í treyjunni
og með pening í teygjunni
Fyrir liðið, fyrir liðið mitt
ég er bærinn, ég er Breiðablik
medalíur á mér svo ég sé
Hver ætlar að stíga upp til mín
Talið bara, gerið eitthvað plís
hver ætlar að stíga upp til mín?

Ertu inni eða úti – eruð þið inni eða úti – vertu inni eða úti
ég fer hart, bara hart fyrir klúbbinn
Ertu inni eða úti – Ertu inni eða úti – Ertu inni eða úti
þurft að gera eitt fyrir klúbbinn!

Kóboy!
Ok með bikar á hillunni
ok með teyminu í Fífunni
ok rúlla tjútt með elítunni
ok nýjum skóm ég er að fíla mig
þett’eru gildin fjölskyldan fyrst
allt fyrir sykurinn – alltaf óli
eitt fyrir alla og allir fá sitt
allt fyrir teymið og teymið er Blik

Breiða, Breiða, Breiða
blik, blik, blik
Vingsa í fyrsta sæti sykurbikarinn
ég er Breiða, Breiða, Breiða
blik, blik, blik

Medalíur á mér svo ég skín
Hver ætlar að stíga upp til mín
Talið bara, gerið eitthvað plís
hver ætlar að stíga upp til mín?

Ertu inni eða úti – eruð þið inni eða úti – vertu inni eða úti
ég fer hart, bara hart fyrir klúbbinn
Ertu inni eða úti – Ertu inni eða úti – Ertu inni eða úti
þurft að gera eitt fyrir klúbbinn!

Leiðrétting á texta vel þegin á ingibjhin@hotmail.com

Ekkert hangs ekkert hik

Mfl. karla 1991
Hlustaðu

Ekkert hangs, ekkert hik,
þið eigið leikinn Breiðablik
Ekkert hangs, ekkert hik,
Koma svo Breiðablik
Ekkert hangs, ekkert hik,
Þið skorið mörkin Breiðablik
Ekkert hangs, ekkert hik,
Áfram áfram Breiðablik

Eins og hraðlest vaða fram á völlinn okkar menn
gefum ekkert eftir löndum einum singri enn
keyra bara keyra fram og koma blikar nú
við getum sigrað hvern sem er ef við höfum á því trú

Blikar stöndum saman sterkir, tökum þennan slag
áfram berjast ekkert væl þá vinnum við í dag
Já sigurlaunin kosta sitt, já svita blóð og tár
Nú bikarinn í Kópavoginn við tökum hann í ár.

Leiðrétting á texta vel þegin á ingibjhin@hotmail.com

Þetta er Breiðablik!

Lag: Valgarður Guðjónsson – Texti: Matthías Kristiansen
Hlustaðu

Þegar stilt er upp þá er stefnan hrein.
Þegar stilt er upp þá er vissan ein.
Er við hitum upp þá slær hjartað ótt,
er við hitum upp hverfur þreytan fljótt.
Inn á völlinn nú inn á miðjuna.
Það er þannig sem við vinnum leikina.
Þetta er Breiðablik!
Þegar leikur hefst þá er liðið heitt
þegar leikur hefst truflar ekki neitt.
Er við sækjum fram þá er sókin beitt,
Er við sækjum fram þá er markið eitt.
Áfram kantinn nú inn á miðjuna
Eftir skotið þenur boltinn möskvana!
Þetta er Breiðablik!
Það er ekki hikið (á) Breiðablik
Slær enginn striki (yfir) Breiðablik.
Safn‘ ekki spiki (hjá) Breiðablik
Og stuðið er mikið (á) Breiðablik.
Festist ekki rykið (við) Breiðablik
Það er engin svikinn (af) Breiðablik
.Koma fram, koma fram, og þið eigið leikinn Breiðablik.
Skora mark, skora mark, og þið eigið leikinn Breiðablik.
Þetta er Breiðablik!

Leiðrétting á texta vel þegin á ingibjhin@hotmail.com


Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu