Næstum því endalaus hollusta

Já er ekki rétt að kalla kjúklingasalatið sem ég bjó til í kvöld “Næstum því endalaus hollusta”

Ég gerði nú bara einn skammt handa mér og notaði í það:

  • Handfylli af salatblöndu,
  • 3 kokteiltómatar, skornir í fernt
  • 1/3 rauðlaukur, sneiddur
  • 1/2 avókadó, það var frekar lítið og ég skar það niður í strimla
  • 4 sólþurrkaðir tómatar, skornir smátt
  • 5 cm af agúrku, skorin í bita
  • 5 ólívur, skornar til helminga
  • 3 kjúklingalundir, skornar í bita
  • smá slatti af salatfræjum,
  • parmessanostur
  • ólífuolía

Kjúklingasalat a la IngóÉg byrjaði á kjúklingalundunum skar þær í bita og skellti á pönnu, kryddaði með Töfrakryddi frá … æi þarna þessum með græna lokinu. Steikti þetta létt og tók svo pönnuna af hellunni og leyfði kjúllanum að malla þar meðan ég útbjó salatið.

Þegar það var allt komið á einn disk þá skellti ég kjúllanum ofaná salatið, raspaði ríflega af parmessanosti ofaná og gúffaði þessu í mig.

Eins og góðum fjölmiðlakokki sæmir sötraði ég góðan bjór með þessu, svona til að draga aðeins úr hollustunni!

Mjög gott, já í alvöru … mjög gott!

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu