Dásemdar „hollustu“ konfektið mitt
Í gærkvöldi bjó ég til himneskt sælgæti. Öll innihaldsefni voru úr hollustuhillunum í búðinni, flest frá Himneskri hollustu.
- Black green súkkulaði rjómasúkkulaði – má líka vera önnur tegund
- Kókosolía ca. 1 og 1/2 matskeið í hverja 100 gr. plötu af súkkulaði
- Gojiber
- Salthnetur
- Rúsínur
- Ristuð sólkjarnafræ
- Haframjöl – glútenlaust
- Kókospálmasykur – ca 2 teskeiðar
- Döðlur – ég notaði sex stykki sem ég skar smátt
- Musli
Ég byrjaði á því að brytja súkkulaðið niður og setti í glerskál ásamt kókosolíunni. Skálin fór í pott með heitu vatni, það þarf ekki að sjóða því súkkulaðið og kókosolían bráðna við mun lægra hitastig. Ég stóð yfir þessu því það er ómögulegt ef súkkulaðið hitnar of mikið. Ég tók síðan skálina uppúr pottinum og setti til hliðar.
Þá tók ég öll þurrefnin og blandaði í skál þannig að í skálinni væri hæfilegt efni sem súkkulaðið gæti þakið. Þessu hellti ég síðan út í súkkulaðibræðinginn, hrærði vel í og sett í lítil konfektmót.
Þau fóru svo inní ísskáp og voru tilbúin eftir va. 20 mínútur.
Þetta er syndsamlega gott!