Kebablamb
Tilraunaeldhús 11. maí 2013.
- Fjórar sneiðar af framparti – úrbeinaðar og fitusneiddur
- Hálfur vorlaukur – sneiddur
- 3 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt
- 2 sellerístönglar – sneiddir
- Laukur – sneiddur
- Brokkólí – brotið niður í bita
- Tómatur í dós með hvítlauk og óriganó
- Salt
- Pipar
- Kebabkrydd
Þessu öllu raðað í eldfast mót í þeirri röð sem er talið upp hér að ofan og sett smá sletta af vatni með (þarf þó ekki). Þá lítur rétturinn svona út.
Þessu öllu pakkað inní álpappír og látið malla í ofni við 180 gráður í a.m.k. tvo klukkutíma – jafnvel lengur. Þegar rétturinn kemur úr ofninum lítur hann svona út en ég klippti niður tvo sprota af vorlauk ofan á fatið.
Með þessu væri voðalega gott að bera fram brauð en ég bauð uppá spagetti og hvítlauksost frá Philadelphia. Þetta var mjög, mjög gott.
Verði þér að góðu!