Kebablamb

Tilraunaeldhús 11. maí 2013.

  • Fjórar sneiðar af framparti – úrbeinaðar og fitusneiddur
  • Hálfur vorlaukur – sneiddur
  • 3 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt
  • 2 sellerístönglar – sneiddir
  • Laukur – sneiddur
  • Brokkólí – brotið niður í bita
  • Tómatur í dós með hvítlauk og óriganó
  • Salt
  • Pipar
  • Kebabkrydd

Þessu öllu raðað í eldfast mót í þeirri röð sem er talið upp hér að ofan og sett smá sletta af vatni með (þarf þó ekki). Þá lítur rétturinn svona út.

20130511_162339_resized

 

Þessu öllu pakkað inní álpappír og látið malla í ofni við 180 gráður í a.m.k. tvo klukkutíma – jafnvel lengur. Þegar rétturinn kemur úr ofninum lítur hann svona út en ég klippti niður tvo sprota af vorlauk ofan á fatið.

20130511_184359_resized

Með þessu væri voðalega gott að bera fram brauð en ég bauð uppá spagetti og hvítlauksost frá Philadelphia. Þetta var mjög, mjög gott.

Áður en fatið fór í ofninn

Verði þér að góðu!

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu