Heilsubætandi matvæli og krydd

Hér ætla ég að safna saman upplýsingum sem ég hef viðað að mér héðan og þaðan um heilsubætandi matvæli og krydd.

Turmeric

er vel þekkt krydd og er mikið notað í austurlenska matreiðslu. Færri vita þó að það er mjög svo heilsubætandi og hefur verið mikið rannsakað fyrir þær sakir. Á vefsíðunni: http://www.myhealthylivingcoach.com eru taldir upp sjö helstu þættir þess að túrmerik er talið svo heilsusamlegt. Þessir þættir eru:

  1. Andoxun
  2. Bólgueyðandi
  3. Hjartastyrkjandi
  4. Vinnur gegn Alzheimers
  5. Verkjastillandi
  6. Gott fyrir húðina
  7. Dregur úr líkum á krabbameini

Þar fyrir utan hef ég fyrir satt að túrmerik sé einstaklega gott til þess að draga úr pirringi og fleiri andlegum ónotum.

Meira um heilsubætandi matvæli og krydd á síðunni undir Uppskriftir hér að ofan.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu