Snillingur í eldhúsinu – grænmetisréttur

Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé snillingur í eldhúsinu!

Í kvöld ákvað ég að elda grænmetisrétt úr því rótargrænmeti sem ég átti í ískápnum og gera hann með austurlensku ívafi. Og ég skal segja þér það að grænmetisrétturinn minn var alveg geggjaður.

Innihaldið mitt í þennan rétt var:

  • 2 kartöflur
  • 2 cm af sætri kartöflu
  • 1 vorlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 laukur
  • 1 sellerístöngull (lítill reyndar)
  • 1/2 cm engifer ferkst
  • 1 msk sýrður rjómi
  • 1 tsk kókosrjómi (Coconut Cream)
  • karrý
  • paprikuduft
  • kúmmín
  • túrmerik
  • ólífuolía
  • pipar
  • salt
  • vatn
  • sósujafnari

Ég brytjaði niður grænmetið í mátulega bita og byrjaði á að steikja kartöflurnar á pönnu í smástund, svo fór laukurinn á pönnuna, gulræturnar, selleríið, vorlaukurinn, hvítlaukurinn og engiferið. Þá krydda ég og þegar allt kryddið er komið á pönnuna setti ég smá vatn og leyfði því að taka sig, svo setti ég örlítið vatn í viðbót (ætli þetta hafi ekki verið ca. 1 dl. í það heila) þá stráði ég smá sósujafnara yfir og loks kom sýrði rjóminn.

Þetta tók mig ekki nema um 15 mínútur að gera þennan rétt og mér fannst hann – geggjað góður!

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu