Kveðja frá Sirru frænku

Hún Sirra föðursystir mín, Sigrún Jóna Lárusdóttir, var mikil eftirlætisfrænka. Alltaf brosandi, alltaf hlý og alltaf svo skemmtileg. Hún kunni vísur og kvæði og var mjög liðtæk í vísnagerð.

Í kvöld (12.12.12) var ég að blaða í gegnum gömul jólakort þá rakst ég á kveðju frá henni og má til með að deila henni með ykkur. Sirra lést 16. júní í sumar eftir hetjulega baráttu við veikindi. Blessuð sé minning hennar.

 

Jólin 2007.

Ingó mín,

Ég vildi ég gæti verið við hlið þér örlitla stund
og fært þér fullt af blómum sem fegurst eru á grund.
En af því að allar óskir ekki geta ræst
þá verð ég bara að bíða þar til við hittumst næst.

Lífið það er ferðalag en aðeins ein ferð
sem allir verða að fara, en borga misjafnt verð.
Sumir borga meira – aðrir minna
En það er bara að brosa því bráðum kemur vorið
Þá batnar allt – þó fenni seint í sporið.
Kveðjan er til þín og allra hinna.

Bless, Sirra.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu