Kókosís með appelsínusósu

 

  • 4 eggjarauður
  • 1 egg
  • 80 g sykur
  • ½ l rjómi, þeyttur
  • ½ dl kókosmjólk
  • ½ dl kókoslíkjör
  • 1 dl ristað kókosmjöl

Þurristið kókosmjölið í smástund á heitri pönnu, takið af pönnunni og kælið. Þeytið saman eggjarauður, egg, sykur. Hrærið blönduna varlega saman við þeytta rjómann ásamt kókosmjólkinni og kókoslíkjörnum. Hellið í form og frystið.

Appelsínusósa:

  • Safi úr 4 appelsínum, 2-3 msk. sykur,
  • 1 msk. appelsínubörkur í strimlum (aðeins ysta lagið)
  • maísenamjöl

Setjið safann og börkinn í pott og hitið að suðu. Hrærið maísenamjölið út með örlitlum appelsínusafa og blandið því út í sósuna smátt og smátt þar til hún verður hæfilega þykk.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu