Tómatsalsa Ingó

6 tómatar
1 búnt basil
1 mozarellaostur (stór kúla)
4 hvítlauksrif
3 msk. ólífuolía
salt
nýmalaður svartur pipar
1 baguette brauð

Hreinsaðu tómatana, reyndu að ná eins miklu af safanum úr þeim eins og unnt og skerðu þá í smáa teninga. Brytjaðu niður ostinn og hvítlauksrifin og saxaðu basillikuna. Blandaðu þessu öllu saman í skál helltu ólífuolíunni yfir og kryddaðu með salti og nýmöluðum svörtum pipar.

Borið fram á niðursneyddu baguette sem hefur verið nuddað með hvítlauksrifi, penslað með ólífuolíu og ristað á báðum hliðum.

Þessi forréttur klikkar ekki!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu