Category: stjórnmál

#MeToo íþróttakvenna

Hér að neðan má lesa nafnlausar reynslusögur íþróttakvenna: 1) Eftir að mér var nauðgað af þjálfaranum mínum grenntist ég töluvert og átti mjög erfitt með það að borða og sofa.Ég segi síðan tveimur þjálfurunum í landsliðsteyminu frá því að mér hafi verið nauðgað svo þeir vissu hvað ég væri að ganga í gegnum.  Nokkrum dögum …

Spá Dollýjar fyrir árið 2017 komin á vefinn

Dulfríður Jósefína hefur talað Það verður mynduð ríkisstjórn strax í fyrstu viku ársins, ef hún verður þá ekki bara mynduð núna strax á næstu dögum. Hún verður skipuð þingmönnum frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð og mun Framsóknarflokkurinn standa með þessari ríkisstjórn ef á þarf að halda. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi munu bindast …

Að afloknum kosningum

Sveitarstjórnarkosningar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 fóru fram í gær. Eins og gefur að skilja voru úrslitin á alla vegu, sumir voru ánægðir, aðrir ekki og allir hafa skoðun á niðurstöðunum. Sjálf hefði ég viljað sjá betri niðurstöðu, sérstaklega í Kópavogi. Mitt fólk í Samflylkingunni tapaði manni og meirihlutaflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur héldu velli og Kópavogslistinn rann …

Af hverju á ég að kjósa á laugardag?

Það vita það allir að ég er mikill jafnaðarmaður og hef verið lengi. Stundum hef ég reynt að hafa áhrif á vini mína og fjölskyldu og reynt að sannfæra þau um að mín skoðun í stjórnmálum sé sú sem er skynsamlegust. Ég fór í framboð, var varabæjarfulltrúi í 4 ár, og hef sinnt ýmsum samfélagslegum …

Atvinnumálin í öndvegi

Atvinnumálin í öndvegi Bæjaryfirvöld í Kópavogi þurfa nú þegar, að mati Ingibjargar Hinriksdóttur, að koma upp miðstöð fyrir atvinnulausa. “ATVINNULEYSI er minnst í Kópavogi af stóru sveitarfélögunum,” sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, á opnum framboðsfundi í Þinghólsskóla 16. maí sl. Með þessum orðum er hann sennilega að vísa til þess að mikið hafi verið …

“Svefnbærinn” Kópavogur

“Svefnbærinn” Kópavogur? Við Kópavogsbúar höfum löngum mátt sætta okkur við það að bærinn okkar hefur verið kallaður “svefnbær”, og að íbúar hans sækja flesta sína þjónustu og starfsemi út fyrir bæinn. Þannig hafa þeir talað sem ekki þekkja, en við sem hér búum vitum að Kópavogur er bær sem er fullur af lífi. Meðal þeirra …

Virðingar er þörf

KÓPAVOGUR hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur áratugum og stöðugt fleiri kynnast því að hér er gott að búa. Hér býr stórhuga fólk sem lagt hefur mikið að veði til að byggja sér framtíðarheimili. Íþróttamannvirki, grunnskólar, leikskólar, götur, vegir og hringtorg, já mörg hringtorg, hafa sprottið upp innan bæjarmarkanna.En það er ekki nóg að byggja. …

Siðferðisþrek þingmannsins

ALÞINGISMAÐURINN Jón Gunnarsson stakk niður penna í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Vogum, sem dreift var fyrir skömmu. Ber hann þar mikið lof á bæjarstjórann í Kópavogi fyrir það að hafa „sýnt mikið siðferðisþrek“ í lífeyrissjóðsmálinu svokallaða. Að vísu segir alþingismaðurinn að vissulega hafi bæjarstjórinn„farið á svig við lög“ í störfum sínum sem formaður lífeyrissjóðsins, en …