Category Archives: stjórnmál

#MeToo íþróttakvenna

Hér að neðan má lesa nafnlausar reynslusögur íþróttakvenna:

1)
Eftir að mér var nauðgað af þjálfaranum mínum grenntist ég töluvert og átti mjög erfitt með það að borða og sofa.Ég segi síðan tveimur þjálfurunum í landsliðsteyminu frá því að mér hafi verið nauðgað svo þeir vissu hvað ég væri að ganga í gegnum.  Nokkrum dögum seinna kom einn aðstoðarlandsliðsþjálfarinn upp að mér og segir við mig að ég ætti að líta á björtu hliðarnar, kannski var gott að mér hafi verið nauðgað því nú væri ég svo grönn.
 
2)
Fyrsta keppnisárið mitt var mjög viðburðaríkt. Ég hafði mikinn metnað og var virkilega vinnusöm. Árangurinn var líka eftir því og fljótt var ég komin á þann stað að vera með þeim bestu og ná keppnisrétt á mótum erlendis. Continue reading #MeToo íþróttakvenna

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Spá Dollýjar fyrir árið 2017 komin á vefinn

Dulfríður Jósefína hefur talað

Það verður mynduð ríkisstjórn strax í fyrstu viku ársins, ef hún verður þá ekki bara mynduð núna strax á næstu dögum. Hún verður skipuð þingmönnum frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð og mun Framsóknarflokkurinn standa með þessari ríkisstjórn ef á þarf að halda. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi munu bindast tryggðarböndum og þegar líður á árið mun Framsóknarflokkurinn koma inní ríkisstjórnina í stað Bjartrar framtíðar sem mun koma verulega löskuð út úr þessu samstarfi með þeim Engeyjarfrændum.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Persónukjör

Ekki man ég eftir því að hafa verið í jafnmiklum erfiðleikum með að finna mér stað á hinu pólitíska litrófi eins og fyrir þessar kosningar. Samt er ég búin að setja niður lista þar sem ég tel upp nokkur þau atriði sem ég legg áherslu á í þessum kosningum:

  1. Landspítali við Hringbraut strax
  2. Úrbætur í húsnæðismálum, lifandi leigumarkaður
  3. Sanngjörn renta af auðlindunum
  4. Böndum komið á ferðamannaiðnaðinn
  5. Úrbætur í öldrunarmálum, mannsæmandi framkoma við eldri borgara
  6. Hófleg stefna í innflytjendamálum þar sem áhersla er á mannúð
  7. Rætt verði af alvöru um gjaldeyrismál og íslensku krónuna
  8. Kosið um aðildarviðræður við ESB

Sjálfsagt eru fleiri atriði sem ég gæti talið upp hér en eitt nefni ég þó sem mér finnst að eigi klárlega að vera framarlega á listanum góða og það er að kosningalöggjöfinni verði breytt í átt að persónukjöri. Ég er sannfærð um að margir kjósendur eru í sama vanda og ég, veit ekki alveg hvaða lista það á að kjósa því bæði eru ekki öll stefnumál flokksins manni að skapi og svo leynast þar einstaklingar sem ekki hafa nægilega skemmtilegan og góðan kjörþokka (kurteislega orðað – þú mátt nota hvaða orð sem þú vilt en ég treysti því að þú vitir hvað ég á við).

Það eru 11 listar í framboði – ellefu (eða eru þeir tólf?)!

Sumir geta ekki kosið A listann því þar er Páll Valur í framboði, aðrir geta ekki kosið B því þeir vilja að Willum þjálfi KR, C listinn er ómögulegur því Óttarr er pönkari og svo framvegis. Allir sínar hafa ástæður og eiga til þess fullan rétt. En það eru líka sumir sem vill helst kjósa þessa þrjá einstaklinga því þeir treysta þeim best allra, en geta það ekki því þeir eru ekki í “réttum” flokki.

Ég vildi gjarnan geta raðað saman því fólki sem ég treysti best til að stýra þjóðarskútunni og þér að segja þá er ég í þessum vandræðum vegna þess að á flestum listum eru einstalingar sem ég ber ekki fullt traust til.

Ég vil geta kosið fólk sem mér finnst deila skoðunum með mér sama hvar í flokki það stendur. Hver og einn stjórnmálamaður á að vera bundinn af sinni eigin sannfæringu en ekki festur á klafa flokksins. Ég er sannfærð um að ef tekið verði upp persónukjör þá muni stjórn landsins verða mun betri en áður. Persónukjör verður til þess að stjórnmálamennirnir okkar muni vanda sig meira, bæði innan þings og utan.

Þeirra eigin heiður er að veði.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Að afloknum kosningum

Sveitarstjórnarkosningar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 fóru fram í gær. Eins og gefur að skilja voru úrslitin á alla vegu, sumir voru ánægðir, aðrir ekki og allir hafa skoðun á niðurstöðunum. Sjálf hefði ég viljað sjá betri niðurstöðu, sérstaklega í Kópavogi. Mitt fólk í Samflylkingunni tapaði manni og meirihlutaflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur
héldu velli og Kópavogslistinn rann inní íhaldið.

Aðal niðurstaða kosninganna er þó sú staðreynd að aldrei áður hafa jafn fáir nýtt atkvæðisrétt sinn. Það er áhyggjuefni í sjálfu sér en ástæðan er þó fyrirliggjandi.

Áherslur flokkanna eru alltof líkar. Ef einn boðaði aukin útgjöld í íþróttastyrki, gerðu hinir flokkarnir það líka. Ef einhver vildi bæta þjónustu við aldraða sögðu hinir flokkarnir að þeir vildu líka gera það. Í raun var sama og ekkert sem skildi að þau 8 framboð sem komu fram í Kópavogi, nema fólkið.

Ungt fólk, sem er vant því að geta gert alla skapaða hluti í gegnum tölvu, nennti ekki að mæta á kjörstað. Þeim finnst það tímasóun. Enda hefur margt af ungu fólki ekki áhuga á að kynna sér stefnumál flokkanna, hvað þá meira. Niðurstaðan er sú að unga fólkið vill láta hugsa fyrir sig, að gera það sjálfur er of mikil áreynsla.

Þeir eldri, sem eru á kafi í stjórnmálunum, verða að fara að hugsa út fyrir boxið. Ná til grasrótarinnar og komast út úr þeirri sápukúlu sem menn eru í. Fyrst og síðast þurfa menn þó að fara að tala mannamál, tala þannig að menn skilji hvað um er rætt og hætti þessu endalausa blaðri um ekki neitt. Stjórnmálamenn eiga það nefnilega til að telja sig vera í Frúnni í Hamborg, þar sem ekki má segja já, nei, svart eða hvítt. Menn verða að fara að girða sig í brók og taka afstöðu. Það gerði frúin í Framsóknarflokknum og uppskar tvo
borgarfulltrúa þrátt fyrir að hávær minnihluti gerði allt sem hægt var til að sverta hana og mannorð hennar og skoðanir. Þær trakteringar duga ekki lengur.

Stjórnmálamenn þurfa að koma sér uppúr hjólförunum!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Af hverju á ég að kjósa á laugardag?

xs-samfylkingin-300x300Það vita það allir að ég er mikill jafnaðarmaður og hef verið lengi. Stundum hef ég reynt að hafa áhrif á vini mína og fjölskyldu og reynt að sannfæra þau um að mín skoðun í stjórnmálum sé sú sem er skynsamlegust. Ég fór í framboð, var varabæjarfulltrúi í 4 ár, og hef sinnt ýmsum samfélagslegum verkefnum fyrir Samfylkinguna (áður Alþýðuflokkinn) á mínum 50 árum.

Það eru margir sem hafa mikla og djúpa sannfæringu fyrir stjórnmálum, en því miður virðist þeim þó fara fækkandi. Persónulega er ég ekki hissa á því. Stjórnmál hafa á síðustu árum þróast út í það að vera einn risastór skítapollur þar sem allt er leyfilegt. Menn komast upp með að ljúga, segja eitt í dag og annað á morgun, hafa þá skoðun sem er vinsælust á hverjum tíma og villa um fyrir kjósendum, ekki aðeins fyrir kosningar heldur alltaf! Já alltaf!

Continue reading Af hverju á ég að kjósa á laugardag?

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Atvinnumálin í öndvegi

Atvinnumálin í öndvegi Bæjaryfirvöld í Kópavogi þurfa nú þegar, að mati Ingibjargar Hinriksdóttur, að koma upp miðstöð fyrir atvinnulausa. “ATVINNULEYSI er minnst í Kópavogi af stóru sveitarfélögunum,” sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, á opnum framboðsfundi í Þinghólsskóla 16. maí sl. Með þessum orðum er hann sennilega að vísa til þess að mikið hafi verið gert í atvinnumálum í Kópavogi á síðasta kjörtímabili. En er það svo?

Continue reading Atvinnumálin í öndvegi

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

“Svefnbærinn” Kópavogur

“Svefnbærinn” Kópavogur?

Við Kópavogsbúar höfum löngum mátt sætta okkur við það að bærinn okkar hefur verið kallaður “svefnbær”, og að íbúar hans sækja flesta sína þjónustu og starfsemi út fyrir bæinn. Þannig hafa þeir talað sem ekki þekkja, en við sem hér búum vitum að Kópavogur er bær sem er fullur af lífi. Meðal þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum við það að móta þennan bæ er Rannveig Guðmundsdóttir, félagsmálaráðherra.

Continue reading “Svefnbærinn” Kópavogur

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Virðingar er þörf

KÓPAVOGUR hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur áratugum og stöðugt fleiri kynnast því að hér er gott að búa. Hér býr stórhuga fólk sem lagt hefur mikið að veði til að byggja sér framtíðarheimili. Íþróttamannvirki, grunnskólar, leikskólar, götur, vegir og hringtorg, já mörg hringtorg, hafa sprottið upp innan bæjarmarkanna.En það er ekki nóg að byggja. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Kópavogs hefur ekki staðið sig sem skyldi í þjónustu við íbúa. Í Kópavogi er skortur á dagvistunarúrræðum, í Kópavogi er skortur á þjónusturýmum fyrir aldraða, í Kópavogi er skortur á þjónustu við öryrkja. Það er ekki nóg að slá sig til riddara með tekjuafgangi sem ekki á sér fordæmi, sveitarfélagið á ekki að reka eins og stórgróðafyrirtæki. Vitaskuld þarf að sýna hagkvæmni í rekstri en það á ekki að vera á kostnað þjónustunnar við þá sem byggja þennan bæ.
Continue reading Virðingar er þörf
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Siðferðisþrek þingmannsins

ALÞINGISMAÐURINN Jón Gunnarsson stakk niður penna í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Vogum, sem dreift var fyrir skömmu. Ber hann þar mikið lof á bæjarstjórann í Kópavogi fyrir það að hafa „sýnt mikið siðferðisþrek“ í lífeyrissjóðsmálinu svokallaða. Að vísu segir alþingismaðurinn að vissulega hafi bæjarstjórinn„farið á svig við lög“ í störfum sínum sem formaður lífeyrissjóðsins, en það skín í gegnum grein hans að hinn siðferðislegi styrkur bæjarstjórans hafi hreinlega borið hann ofurliði og hann sagt af sér þess vegna.Jón Gunnarsson, sá hinn sami og skrifar í Voga um siðferðisþrek bæjarstjórans í Kópavogi, situr á Alþingi Íslendinga en starfsmenn þeirrar stofnunar hafa m.a. þann starfa að setja þjóðinni lög sem ætlast er til að almenningur fylgi og fari eftir. Það að fara á svig við lög er ekki léttvægt atriði og það ber að mínu viti engan vott um siðferðisþrek að víkja sæti þegar grunur leikur á að formaður stjórnar opinberrar stofnunar hafi „gerst brotlegur við lög“. Continue reading Siðferðisþrek þingmannsins
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu