Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum

Það var skellt í tilraunaeldhús í Efstahjalla í kvöld. Ég átti þorskbita í frystinum sem ég afþýddi og velti því síðan fyrir mér hvað ég ætti að gera við fiskinn. Úr varð að ég gerði ofnbakaðan fisk með hrísgrjónum og verð að segja að mér tókst óvenju vel upp!

Hráefni

  • Fiskur (ég notaði þorsk)
  • laukur
  • paprika
  • tómatar
  • hrísgrjón
  • smjör
  • garam masala
  • hvítlauksduft
  • paprikuduft
  • salt
  • pipar

Ég byrjaði á því að skera niður lauk og papriku og lét það malla í óskaplega góðum potti sem ég keypti í Ikea og þolir allt (er ekki ósvipaður og LeCruset pottur, nema kostar hvorki fót né handlegg). Þá setti skar ég tómatinn niður og setti með grænmetinu. Kryddið fór síðan út í pottinn og þessu öllu hrært vel saman. Hálft glas af vatni fór þvínæst í pottinn ásamt hrísgrjónum og þessu blandað vel saman. Þá lagði ég fiskinn ofaná, setti lok á pottinn og setti í 180 gráðu heitan ofn í ca. 15 mínútur eða nægan tíma til að hrísgrjónin myndu sjóða og fiskurinn bakast.

Það eru engar mælieiningar í þessum rétti frekar en öðrum en maður þarf aðeins að fá tilfinningu fyrir því hversu mikið vatn hrísgrjónin þurfa, það lærist með tímanum.

Verði þér að góðu!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu