Tilfinningar

Þegar myrkrið í huga mér
kemur sér fyrir í hægindastól
spretta tárin úr
hvörmum mínum.

Sumir telja mig
tilfinningalausa
en ég finn til
eins og þú.

Ég reyni að hafa
hóf í öllu
en stundum
verður ekki við neitt ráðið.

Og þá græt ég
eins og barn
sem hefur misst
gullið sitt í vatnið.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu