Lífið

Ekki fæst hún gefins gleðin, þú geymir hana í huga þínum
hvort sem jörð er fersk eða freðin, farðu eftir orðum mínum.
Lifðu bara einn dag í einu, leyfðu þér að vera til
Lífið hlífir ekki neinu, það gefur ekkert viðtalsbil.
Brostu móti sól í heiði, brostu móti myrkri nátt
brosið bætir geð og heilsu, hugsaðu margt en segðu fátt.

Lífið það er aðeins núna, lífið það er gjöf til þín
lýsi ljós á framtíð þína, fylgi þér alltaf gleðin fín.
Dagrenning er drottning þín, draumar þínir geta ræst
dagur hver er lán til þín, lengi getur batnað bæst
Brostu móti sól í heiði, brostu móti myrkri nátt
brosið bætir geð og heilsu, hugsaðu margt en segðu fátt.

  1. október 2015

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu