Lestin brunar

Endalaust ferðalag tímans

Tíminn er ferðalag
án upphafs
án endis

Lestin brunar
enginn veit hvert

Aftast í lestinni
sést hvar lestin var
en ekki hvert hún fer

Tíminn er ekki skráður
fyrr en hann er liðinn hjá

Hvers virði er ein sekúnda
í endalausum tíma
líðandi stundar

Eitt orð
ein setning

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu