Gefðu mér þína ást

Þú spyrð mig hvað ég vil
vilt gefa hvað sem er
sú gjöf er ekki til
ef ég ekki er ei hjá þér

Ég vil ekkert glingur
ég vil ekkert prjál
en gull á þínum fingur
það er mitt hjartans mál

Gefðu mér þína ást
horfðu í augu mér
segðu að ég sé ástin þín
þú munt verða hamingjan mín
gefðu mér alla þína ást
um hábjartan dag
um dimma nátt.

Þú lýsir upp mitt líf
veitir bæði birtu og yl
ég á bleiku skýi svíf
þú ert það sem ég vil

Ég vil vera hjá þér
ég bið ekki um meir
Ó farðu aldrei frá mér
mín ást hún aldrei deyr

Gefðu mér þína ást
horfðu í augu mér
segðu að ég sé ástin þín
þú munt verða hamingjan mín
gefðu mér alla þína ást
um hábjartan dag
um dimma nátt.

Ég gef þér mína ást
ég horfi í augu þín
segi að ég er ástin þín
ég vil vera hamingjan þín
ég gef þér alla mína ást
um hábjartan dag
um dimma nátt.

16. apríl 2005

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu