Brúðkaupsvísur Óðinn

Ef blæs þér í móti og missir þú móðinn
mundu þá alltaf að ákalla Óðinn.
En hafir þú hugmynd sem virðist of stór
þá hallast þú að því að ákalla Þór.
Freyja er frjósemdar gyðjan svo blíð
hún fóðrar þig, huggar og brosir svo fríð.
En Baldur þig blessar og kætir þinn hag
og bætir þitt líf að eilífu í dag.

 

16. júlí 2016

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu