Category: Greinar

Völukast úr glerhýsi

Undanfarin fjögur ár hef ég verið varamaður Samfylkingarinnar í Kópavogi í bæjarstjórn Kópavogs. Á þeim tíma hef ég átt hreint frábært samstarf við félaga mína í flokknum sem og marga aðra innan bæjarstjórnar Kópavogs og starfsmenn bæjarins. Fyrir það vil ég þakka.Innan bæjarstjórnarhóps Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur ríkt einhugur og samstaða um flest mál en …

Lítilsvirðing við frumbyggja Kópavogs

Nýjasti kosningapési Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var borinn út um miðja vikuna. Mig langar svo sem ekki að fjalla mikið um þetta blað en get ekki látið hjá líða að minnast á eina litla grein sem Bragi Michaelsson skrifar undir fyrirsögninni „Áður var það skömm en nú er gott að búa í Kópavogi“.Með fyrirsögninni er Bragi …

Heimsmeistaramótið í Þýskalandi er í fullum gangi

„Það eru stöðugt fleiri og fleiri þjóðir sem hafa náð góðum árangri í knattspyrnu kvenna og ég tel líklegt að í það minnsta helmingur þeirra þjóða sem hér taka þátt geri sér raunhæfa möguleika á að vinna titilinn.” Þetta sagði Silvia Neid, þjálfari heimsmeistara Þýskalands í viðtali við FIFA magazine en blaðið er að þessu …

Saga úrslitakeppni HM kvenna

Saga HM kvenna er ansi merkileg. Fyrsta opinbera heimsmeistarakeppnin fór fram í Kína árið 1991 en þá léku stúlkurnar 2×40 mínútur. Fyrstu heimsmeistararnir voru Bandaríkjamenn, Noregur varð í 2. sæti og Svíþjóð í því þriðja. Á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð 1995 var það táningurinn Birgit Prinz sem vakti mikla athygli. Hún þótti sýna …

Er Hóllinn besti staðurinn?

Það væri lítið gaman að Íslandsmótinu í knattspyrnu ef engir væru áhorfendurnir. Á síðustu árum hafa kröfur UEFA og KSÍ um vallaraðstæður og áhorfendaaðstöðu aukist til mikilla muna frá því sem áður var og ekki er laust við að sumir fulltrúar sveitarfélaga (sem yfirleitt fjármagna framkvæmdir) kvarti sáran undan þeim kröfum sem gerðar eru. Það …

Sókn er besta vörnin

„Með hvaða liði heldur þú?“ spurði vinkona mín mig fyrir nokkrum árum. Hún sjálf er eitilharður stuðningsmaður Liverpool, ein þessara sem má ekki missa af einum einasta leik og hélt því lengi fram að liðið hennar væri sigursælasta lið allra tíma og allt það sem púlarar kyrja jafnan á hátíðarstundum. „Ég held eiginlega ekki með …

Mikilvægustu þátttakendur leiksins?

Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Um það efast enginn. Knattspyrna er auk þess líklega sú íþrótt sem veltir mestum fjármunum árlega og samkvæmt nýlegum könnunum er Real Madrid það evrópska félagslið sem hefur mest markaðsvirði eða sem svarar 1.063 milljónum evra eða um 171 milljarði króna. Þetta eru skuggalega háar tölur, jafnvel þó við …

Síðasti besti kossinn

Arinbjörn Sigurðsson, skipstjóri og frændi minn, lést í gærkvöldi, laugardaginn 10. október 2009. Addi frændi, eins og við nefndum hann jafnan, var eini albróðir mömmu minnar og sá sem ég hélt mest uppá sem barn og unglingur. Hann var svo yndislegur maður, hlýr og góður. Á þessari stundu leitar hugurinn til þess tíma sem við …