Hrökkbrauðið hrjúfa
Samstarfskona mín, Berglind Eva Ólafsdóttir, sendi mér þessa uppskrift og svo fékk ég það staðfest frá Sigríði Ingu Sturludóttur, sem einnig vinnur með mér að þetta væri hið besta brauð.
- 1 dl sólblómafræ
- 1 dl graskersfræ
- 1 dl hörfræ
- 1 dl sesamfræ
- 1 dl gróft haframjöl
- 3½ dl spelthveiti
- 1¼ dl olía
- 2 dl vatn
- 2 tsk. salt
Blandið öllu saman í skál og hrærið þar til deigið er vel blandað (linur massi). Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og helminginn af deiginu á pappírinn, setjið bökunarpappír yfir deigið og fletjið út með kökukeflinu. Helmingurinn af deiginu passar á u.þ.b. eina bökunarplötu. Gerið það sama við hinn helminginn af deiginu. Skerið deigið í þá stærð sem þið viljið hafa kökurnar í áður en bakað er.
Bakist í 10-15 mín við 200 gráður eða þar til hrökkbrauðið er stökkt. Geymið hrökkbrauðið í loftþéttu boxi til að það verði ekki seigt. Það er gott að bæta kúmeni í fræblönduna.