Parmessan- og sítrónukjúklingur

Hráefni:

½ bolli hveiti
¾ bolli parmesan, rifinn
1 tsk. hvítlaukskrydd
börkur af ½ sítrónu
salt og pipar
3 kjúklingabringur
2 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 bollar spínat
1 bolli rjómi
2/3 bolli kjúklingasoð
1 sítróna
¼ bolli ferskt basil, skorið þunnt

Aðferð:

Blandið hveiti, ¼ bolla af parmesan, hvítlaukskryddi og sítrónuberki saman í djúpum disk. Saltið og piprið og blandið saman. Dýfið kjúklingabringunum í blönduna þar til þær eru huldar í hveitinu. Setjið til hliðar. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið kjúkling i pönnuna og steikið í 6 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og setjið til hliðar. Lækkið hitann og setjið smjör á pönnuna. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútu. Setjið spínat saman við og eldið í 1 til 2 mínútur. Bætið kjúklingasoði, rjóma og restinni af parmesan ostinum saman við og saltið og piprið. Hrærið vel. Skerið sítrónu í sneiðar og setjið þær í pönnuna. Látið malla þar til sósan þykknar aðeins. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og látið malla þar til hann er eldaður í gegn, eða í 5 til 6 mínútur. Takið af hitanum og skreytið með basil.

Úr DV 21.03.2019.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu