Svandísarjólavín
Vinnufélagi minn til áratuga hefur um árabil bruggað hið dásamlegasta rifsberjavín og oftar en ekki fært mér eina flösku fyrir jólin. Mér tókst loksins að ná af henni uppskriftinni enda líður að starfslokum hjá okkur báðum.
Uppskriftin er svohljóðandi:
- Hálf, 2ja lítra krukka af rauðum (ekki græn með) rifsberjum sem tínd hafa verið af stilknum.
- ½ kg. sykur (má minnka, en ekki mikið 😉)
- ½ l gin.
Mér finnst best að nota gin en sumir nota vodka. Held að það komi meira áfengisbragð í gegn.
Allt í krukkuna og svo er bara að muna að hrista hana duglega 1-2x á dag í svona 2 mánuði, sía og setja á flöskur.