Súkkulaðibitakökurnar hennar mömmu

  • 1 bolli smjöríki (250 grömm)
  • 3/4 bolli sykur (120 grömm)
  • 3/4 bolli púðursykur (150 grömm)
  • 2 egg
  • 1 tsk. natrón leyst upp í heitu vatni
  • 2 1/4 bolli hveiti (350 grömm + 50 grömm)
  • 1 bolli saxaðar möndlur (100 grömm)
  • 1 bolli súkkulaði (Orange Konsum) (150 grömm + 30 grömm)
  • 2 tsk. vanilludropar

Allt hrært saman, nema möndlur og súkkulaði, í nokkra stund. Þetta á að vera dálítið þykkt – það er betra þannig. Súkkulaði og möndlur settar í síðast.

Raðað með teskeið á bökunarplötu með bökunarpappír á.

Bakað í ofni við 200°C í ca 10-15 mínútur.

(+ tölurnar eru ef deigið er of blautt (sem það hefur viljað vera hjá mér))

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu