Fylltar grísalundir með ofnbökuðum kartöflum og grænpiparsósu

Mér áskotuðust grísalundir og í kvöld var skellt í tilraunaeldhús.

Ég átti til ólífur og sólþurrkaða tómata en ég kom við í búðinni og keypti hvítlauks smurost og grænpiparsósu. Þetta var einfallt.

Fyrir grísalundirnar

Skerðu vasa í grísalundirnar smurðu með hvítlauksostinum og raðaður ólífum og sólþurrkuðum tómötum í rifuna. Lokaðu með tannstöngli. Settu þetta í eldfast mót og kryddaðu, ég  notaði smávegis salt, talsvert af pipar og köd og grill krydd. Þetta fór inní ofn sem var stilltur á ríflega 200 gráður og var þar í um 35-40 mínútur.

Fyrir kartöflurnar

Ég flysjaði kartöflur og brytjaði í sæmilega stóra bita og skar niður rauðlauk, þetta setti ég í eldfast mót og jós yfir olíu úr krukkunni með sólþurrkuðu tómötunum. Mótið fór inní ofninn með kjötinu ca. 7 mínútum eftir að kjötið fór inn.

Sósan

beint úr pakkanum!

Tres bíen!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu