Mexíkósúpa
Fyrir 8 – 10
3-4 laukar
6 hvítlauksrif
smá vatn og látið malla saman í 10 mínútur
2 rauðar paprikur – gróft brytjaðar
1 chilli rautt – má sleppa
2 dósir niðursoðnir tómatar
2 dósir vatn – látið mig vita þegar þið finnið vatn á dósum!!!! nei djók, notið dósina undan tómötunum
1 krukka salsasósa, styrkleiki eftir smekk
Öllu þessu er blandað saman og látið malla áfram í 10-15 mínútur
1 bolli BBQ sósa
Kjúklingur, smátt brytjaður og steiktur, má líka hafa tilbúna strimla – sumir hafa líka svínahakk eða nautahakk
1 bolli ferskt korínander, má líka hafa þurrkað
Þessu bætt saman við og látið malla áfram í 10 mínútur
Meðlæti – mjög nauðsynlegt :o)
Avocado, sýrður rjómi, rifinn ostur, doritos/nachos ( mulið út á – alveg bráðnauðsynlegt, gerir ótrúlega mikið :o)
Verði ykkur að góðu