Tómatsúpa með smálúðubitum og piparrótarrjóma

Nú kann einhver að spyrja, hvers vegana að birta hér uppskrift að súpu með lúðubitum? Lúðuveiði er jú bönnuð! Í raun má nota hvaða fisk sem er í þessa súpu en höfundurinn, Rúnar Marvinsson, kallaði súpuna þetta og mér dettur ekki í hug að breyta heitinu þó lúðuveiði sé nú bönnuð.

Innihald:

  • 400 gr. niðursoðnir tómatar fínsaxaðir
  • 1 msk. smjör
  • 1 stór laukur, saxaður
  • 1 knippi steinselja, söxuð
  • 1 tsk basilika
  • 1 lítri vatn
  • 1 tsk sjávarsalt
  • svartur pipar úr kvörn
  • 2 dl rjómi
  • 1-2 tsk rifin piparrót
  • 200 gr. smálúðuflök, roðfett og beinlaus
  • 4 msk þeyttur rjómi

Mýkið laukinn í smjörinu. Blandið steinselju og basíliku saman við. Hellið vatninu útí og bætið tómötunum við. Sjóðið þetta við vægan hita í 1/2 klukkustund. Síið soðið og látið suðuna koma upp á því aftur. Bætið við salti og pipar að vild. Þeytið rjómann og hrærið piparróta saman við. Blandið rjómanum vel saman við soðið.

Skerið fiskinn í hæfilega bita og raðið þeim í skálar. Helli í þær sjóðandi súpunni. Setjið loks matskeið af þeyttum rjóma ofan á hverja skál. Með súpunni er gott að hafa gróft brauð.

  • Ég sía aldrei súpuna og finnst eiginlega betra að hafa hana svona þykka. En hér ræður að sjálfsögðu smekkur hvers og eins.
  • Fiskurinn er “soðinn” í súpunni í diskinum, það þarf því að hafa fiskinn mátulega þunnt skorinn þannig að þeim sem ekki vilja lítið soðinn fisk bregði ekki.
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu