Pinnamatur

Kryddlegnir sveppir

  • 750 g ferskir sveppir (veljið litla)
  • 5 dl. ólífuolía
  • ¾ dl. sítrónusafi
  • 4 hvítlauksríf, prssuð
  • 1 tsk. sykur
  • 1 rauður chili pipar, smátt saxaður
  • 1 græn chili pipar, smátt saxaður
  • 2 msk. fersk koríader, saxað
  • ½ tsk. mulinn, svartur pipar
  • ½ tsk. salt

Hreinsið sveppirnir og þerrið með klút eða eldhúspappír og leggið sveppina í skál.

Blandið saman allt hitt og hellið blöndunni yfir sveppina. Hrærið í sveppunum eftir um það bil 6 tíma og látið svo standa áfram í 6 tíma til viðbótar og hrærið þá aftur. Geymist vel á köldum stað. Athugið að olían þykknar í kulda þannig að ráðlegt er að taka krukkuna úr kæli 1 klst. fyrir framleiðslu.

 

Indverskur kjúklingur með mangóávexti

Kryddlögur:

  • ½ tsk. kóríander duft
  • ½ tsk. garam masala
  • ½ tsk. chili duft
  • 1 tsk. salt
  • ½ msk. ferskt engifer, fínrifið
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • börkur af ½ límonu (lime) fínrifinn
  • ½ msk. Límónusafi
  • ½ msk. Matarólía
  • 1 dl hrein jógúrt
  • dropi af rauðum matarlit ( þessi litur lifgar upp á pinnana)

Pinnar

  • ½ kg kjúklingabringur
  • 1 mangó
  • Tannstönglar

Byrjið á að útúa kryddlöginn. Blandið öllu saman í stóra skál. Skerið kjúklingabringurnar í jafna bita, munnbitastærð. Setjið bitana ofan í kryddlögninn og geymið í ísskáp í minnst 6 tíma.

Hitið ofninn í 750C. Klæðið ofnplötu með bökunarpappír og raðið kjúklingabitunum þar á. Steikið í ofninum í u.þ.b. 12 til 14 mínútur og kælið.

Raðið á tannstöngla daginn sem þið ætlið að bera pinnana fram: kjúklingabita ásamt bita af mangóávextinum.

Rækjubollur með tómatchilisósu

  • 1 kg rækjur
  • ½ tsk. kórianderduft
  • ½ tsk. chili duft
  • ½ tsk. hvitlauksmauk
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. hvítur piparduft
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 1 eggjahvíta
  • 1 msk. maizenamjöl
  • Olía til djúpsteikingar

Setjið rækjurnar og kryddið í blandara og hrærið í fars. Bætið eggjahvítunni og maizenmjölinu í og hrærið vel í með sleif. Mótið litlar bollur úr farsinu og látið þær standa í kæli í 30-40 mínútur. Hitið olíuna á djúpri pönnu og steikið nokkrar bokkur í senn þar til þær eru gulbrúnar að lit. Þessar bollur er hægt að útbúa með nokkurra daga fyrirvara, geyma í frysti og steikja þær síðan rétt áður en gestirnir koma.

Tómatchili sósa:

Blandið saman tómatsósu og nokkrir drópar af tabasco sósu

Djúpsteiktir laukhringir

Deig:

  • 1 bolli kjuklingabaunamjöl (fæst í Heilsuhúsinu fyrir sunnan)
  • 1 msk. maizenamjöl
  • ¼ tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. turmeric duft
  • ½ tsk. chili duft
  • salt eftir smekk
  • 1 tsk. kóriander duft
  • 1 tsk. cummin duft
  • ½ bolli hreint jógúrt

Blandið öllu saman með ½ bolla af vatni svo að úr verður þykkt deig. Geymið í að minnsta kosti 10 min.

Dýfið lauk hringir í deigið og djúpsteikið í matarolíu þangað til gulinbrún. Berið fram með tómatchili sósu.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu